Articles:Stofan

Útgáfa frá 13. nóvember 2025 kl. 16:03 eftir Andrum (Spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2025 kl. 16:03 eftir Andrum (Spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

andrúm er teymi arkitekta sem hefur í gegnum árin byggt upp mikla reynslu í hönnun opinberra bygginga og verkefna fyrir einstaklinga. Hefur góð samvinna hönnuðar og viðskiptavinar verið meginstefið.

Við leggjum áherslu á samkeppnir því þær eru góð leið til að opna á og prófa nýjar hugmyndir í keppnisumhverfi. Þar gefst tækifæri til að fínstilla og aðlaga skissur yfir í hið praktíska og áþreifanlega og hafa þannig margar verðlaunatillögur hópsins orðið að fullunnum verkefnum.

Til þess þarf reynslu og skilning á hinu byggða og næmi til að miðla hugmyndum milli viðskiptavinar, hönnuðar og handverksfólks sem sér um endanlega útfærslu. Að uppfylla þannig væntingar og þarfir viðskiptavinarins er því í senn ferðlag og hið ljóðræna takmark.


gæðastefna


Að veita viðskiptavinum sínum vandaða þjónustu og leggja til faglegar, hagkvæmar og hagnýtar lausnir sem uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina.

Að ráða yfir vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki sem sýni frumkvæði, metnað og leiðtogahæfni

Að fara að kröfum staðalsins ISO 9001 og bæta stöðugt virkni gæðastjórnunarkerfisins

Að fylgja lögum og reglugerðum sem lúta að rekstri starfseminnar