Articles:gamligardur
Gamli Garður
Gamli Garður gengur nú í endurnýjun lífdaga með heildstæðri lausn til framtíðar. Teikning Sigurðar Guðmundssonar arkitekts hefur staðist vel tímans tönn, byggingin situr fallega sem einn af útvörðum Háskólasvæðisins. Því er mikilvægt að fyrirhuguð stækkun sé unnin af virðingu við umhverfi sitt á sama tíma og nýbyggingin verður framsækinn fulltrúi samtíma byggingarlistar. Í því sambandi skiptir mestu að álmurnar tvær með herbergjum nemenda liggja samsíða meginálmum Gamla Garðs og Þjóðminjasafnsins og styrkja með því þá formheild og hrynjandi sem einkennir þessar tvær byggingar í götumynd Hringbrautar.
Viðbygging við Gamla Garð fyrir StúdentagarðaStudent housing, Reykjavík, Iceland
Instagram • Facebook