Articles:NLFÍ

Útgáfa frá 11. september 2020 kl. 12:33 eftir Andrum (Spjall | framlög) Útgáfa frá 11. september 2020 kl. 12:33 eftir Andrum (Spjall | framlög) (Ný síða: == NLFÍ == {{image|nlfi01.jpg}} {{lang |is=Að skreppa í Hveragerði..... Hér kemur fyrst upp í hugann saga og hefðir NLFÍ og upplifun fólks af dvölinni þar - og svo myn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

NLFÍ


Að skreppa í Hveragerði..... Hér kemur fyrst upp í hugann saga og hefðir NLFÍ og upplifun fólks af dvölinni þar - og svo myndin af græna og gróðursæla bænum þar sem tíminn og púlsinn hægja einhvern veginn á sér. Tillagan sameinar þetta - þar sem nútímalegar og tæknivæddar einingar vaxa og dafna náttúrulega; hlutföll eru í samræmi við umhverfið og virðast byggingarnar á einhvern hátt alltaf hafa verið þarna í hægu tímaleysi. Afstöðumyndina mætti jafnvel túlka sem einhvers konar lífform - veru með hrygg og limi - sem leggst niður á grænan svörð og hringar sig um starfsemina. Heilsustofnunin er heilt samfélag í sjálfu sér; dvalar- og vinnustaður – og nýju byggingarnar því mikilvæg umgjörð um hið flókna og jafnframt græðandi starf sem þar fer fram. Hið manngerða umhverfi þarf því að gera Heilsustofnuninni auðvelt að rækta hlutverk sitt - að verða hágæða heilsudavalarstaður sem býður uppá faglega endurhæfingu og einstaklingsmiðaða meðferð þar sem skjólstæðingar fá aðstoð við að ná tökum á heilsu sinni og vellíðan. Þannig var það í upphafi starfsemi Náttúrulækningafélagsins og þannig verður það áfram - hlutirnir þurfa einfaldlega að breytast með tímanum til að vera eins.


Náttúrulækningafélag Íslands


3. verðlaun í opinni hugmyndasamkeppni árið 2020.