Articles:Miðborgarskóli
Miðborgarskóli
Í kjölfar á haganlega útfærðu deiliskipulagi kemur fram tillaga sem er eins og hún hafi einhvernveginn alltaf verið þarna. Samt má segja að hér sé á ferðinni nýsköpun í bestu merkingu þess orðs - ný hugsun með vellíðan, virkni og heilbrigði að leiðarljósi.
Nýr leikskóli brúar hið viðkvæma bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla - og hlúir á sama tíma að foreldrum ungra barna með nýrri nálgun - fjölskyldumiðstöð. Með því að tengja alla starfsemina við miðjuna er líka tryggt að allir, bæði börn og fullorðnir, mynda sjónræn og huglæg tengsl – ennfremur eykur það hagkvæmni og sveigjanleika í starfseminni.
Leikskólinn er ævintýraheimur, þar fá börn bæði að nema og ærslast, jafnt inni sem úti - því börnin læra líka mikið í gegnum leikinn. Fjölbreytt rými og umhverfi gefa mikið frelsi til þroska, með valkostum við allra hæfi og góðu aðgengi fyrir alla - hrein áskorun í hreyfingu!
Nýr leikskóli á Njálsgöturóló í ReykjavíkKindergarten in Reykjavik, Iceland
2-3. verðlaun í opinni samkeppni árið 2020.2nd-3rd prize in open competition 2020.
Instagram • Facebook